| has gloss | isl: Árni Sigfússon (f. 30. júlí 1956 í Vestmannaeyjum) er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann er sonur Sigfúsar J. Árnasonar Johnsen og Kristínar S. Þorsteinsdóttur, kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðingi og eiga þau fjögur börn: Aldísi Kristínu, Védísi Hervöru, Guðmund Egil og Sigfús Jóhann. Hann lærði stjórnsýslufræði við Háskólann í Tennessee, BNA. Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarstofu, Gylfi Sigfússon, forstjóri Hf Eimskipafélags Íslands, Margrét Sigfúsdóttir, innanhússarkitekt, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og Sif Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi og markaðsstjóri Viðskiptadeildar HÍ. |