| has gloss | isl: Árvakur hf er útgáfufélag stofnað árið 1919 í Reykjavík, undir heitinu „Fjelag í Reykjavík“, og keypti það Morgunblaðið litlu síðar. Árvakur er nú alhliða frétta- og upplýsingamiðlunarfyrirtæki. Félagið gefur út Morgunblaðið, sem er langútbreiddasta áskriftarblað og 24 stundir sem er fríblað dreift í nær öll hús á Íslandi. Vefmiðill útgáfunnar er mbl.is hefur, frá því hann var settur á laggirnar árið 1998, haft algera forystu í frétta- og upplýsingamiðlun á netinu. Árvakur á dótturfélagið Landsprent ehf., sem er öflugasta dagblaðaprentfyrirtæki á Íslandi og prentar auk blaða Árvakurs, Viðskiptablaðið, DV og ýmis smærri blöð. Öll starfsemi Árvakurs er til húsa í nýjum og glæsilegum húsakynnum að Hádegismóum 2 í Reykjavík. |