| has gloss | isl: Björn Ingi Hrafnsson (f. 5. ágúst 1973) er ritstjóri Markaðarins og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Foreldrar hans eru Hrafn Björnsson (f. 1945) og Björk Gunnarsdóttir (f. 1948). Hann er fæddur í Hveragerði og ólst þar upp, en einnig á Flateyri, Akranesi og í Reykjavík. Árið 2001 kvæntist Björn Ingi Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðingi (f. 1976) og eiga þau tvo syni börn, Hrafn Ágúst (f. 1999) og Eyjólf Andra (f. 2004). Björn Ingi er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1993. Eftir það starfaði hann við fjölmiðla og víðar, og nam sagnfræði við Háskóla Íslands, án þess þó að ljúka prófi. |